Skip to main content

AUKA-Handverkskvöld 11. desember (armbandagerð fyrir Kraft).

Eftir desember 10, 2025Fréttir

Verðum með auka handverkskvöld sem við helgum Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.

Setjum og röðum saman armböndum fyrir fjáröflunarverkefni Krafts sem verður á næstunni. Verðum með kaffi á könnu og höfum það skemmtilegt saman.

Allir velkomnir að vera með í hofinu okkar á fimmtudagskvöld.