Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Bækur til styrktar hofbyggingu

Vinsamlegast athugið að síðan er í vinnslu.

Á skrifstofu Ásatrúarfélagsins í Síðumúla 15 eru til sölu nokkrar vel valdar bækur. Allur ágóði af sölu þeirra rennur í hofsjóð og verður notaður til þess að reisa hofið okkar í Öskjuhlíðinni.

Sögur úr norrænni goðafræði - 3500 kr


Bókin er ríkulega myndskreytt með stórum stöfum og auðlesnum texta.

Þetta er frábær barnabók þar sem nokkrar af helstu persónum goðsagnanna stökkva sprellifandi um blaðíðurnar og fanga athyggli allra sem lesa! 

Í bókinni má finna bráðskemmtilegar endursagnir á nokkrum af helstu goðsögum norrænna manna. Aðalpersónurnar eru að sjálfsögðu  þrumuguðinn Þór, bragðarefurinn Loki, sem bregða á leik ásamt jötnum, dvergum, skrímslum og hrímþursum.

Textinn er í þýðingu verðlaunaskáldsins Bjarka Karlssonar og bókin er gefin út af bókaútgáfunni Rósakots í samstarfi við Peter Streich.