Eddukvöldin eru að hefjast hjá okkur aftur og verða hálfsmánaðarlega, annað og fjórða miðvikudagskvöld hvers mánaðar kl. 20:00 (nema annað sé auglýst).
Markmið kvöldanna er að lesa Eddukvæðin saman í hóp undir handleiðslu sérfræðings. Það er því nauðsynlegt að mæta með lesefni, en við mælum með útgáfu íslenskra fornrita af Eddukvæðunum sem er t.d. hægt að versla hér: https://www.boksala.is/product/eddukvaedi-i-ii-islensk-fornrit/
Við ætlum sem sagt að lesa saman kvæðin, velta fyrir okkur merkingu þeirra, hvað þau geti sagt okkur um t.d. norræna trú og öðlast þannig dýpri þekkingu á kvæðunum.

