Skip to main content

Framboð til Lögréttu

Eftir október 2, 2025október 3rd, 2025Fréttir
Framboð til lögréttu Ásatrúarfélagsins á allsherjarþingi 2025
Kjörnefnd allsherjarþings 2025 auglýsir hér með eftir framboðum til lögréttu, stjórnar Ásatrúarfélagsins.
Samkvæmt 29. grein laga Ásatrúarfélagsins skal í ár kosið um þrjá fulltrúa í lögréttu til tveggja ára, tvo varamenn til eins árs, tvo skoðunarmenn reikninga og tvo fulltrúa til kjörnefndar á allsherjarþingi 2026.
Nánari upplýsingar má finna í skráningarformi sem er að finna hér.
Þar skal framboðum skilað. Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 25. október kl. 14:00.
Þeir sem bjóða sig fram til aðalstjórnar en ná ekki kjöri geta boðið sig fram til varastjórnar.
Kjörnefndina skipa:
Unnar Reynisson (formaður kjörnefndar) – Gjaldkeri Ásatrúarfélagsins, valinn af lögréttu
Haukur Bragason – Lundarmannagoði, kosinn á allsherjarþingi 2024
Jökull Tandri Ámundason – Dalverjagoði og staðgengill allsherjargoða, kosinn á allsherjarþingi 2024