Skip to main content

Fyrirlestur á opnu húsi laugardaginn 8. nóvember

Eftir nóvember 5, 2025Fréttir
Á opnu húsi í hofinu okkar í Öskjuhlíð, laugardaginn 8. nóvember, mun Dr. Katelin Parsons fjalla um rannsóknir sínar á Vesturförum og handritum þeirra.
Katelin Parsons stýrir verkefni Árnastofnunar sem ber heitið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi, en verkefnið hófst árið 2015. Þungamiðjan í verkefninu eru íslensk handrit og bréf sem hafa varðveist í Norður-Ameríku hjá afkomendum vesturfara og í söfnum víðs vegar um heimsálfuna. Þar að auki hefur verið hægt að samnýta vettvangsferðir og skrá söguleg bókasöfn sem geyma handrit, bréf og prentaðar bækur. Vefurinn Handrit íslenskra vesturfara, er afrakstur þeirrar vinnu. Sjá: https://vesturheimur.arnastofnun.is/
Það öllum frjálst að mæta og aðgangur ókeypis. Sætaframboð er takmarkað og því er best að mæta tímanlega.
Húsið opnar kl 14:00 en fyrirlesturinn hefst 14:30.