Skip to main content

Gróðurblót og Vorblót 31. maí og 1. júní

Eftir maí 27, 2025maí 28th, 2025Fréttir
Gróðurblótið að Mógilsá við Esjurætur í Kollafirði verður haldið laugardaginn 31. maí n.k. og hefst kl. 14.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur, eggjaleit fyrir krakkana og skemmtilega útivist.
Alda Vala Hvammverjagoði helgar blótið.
Allir velkomnir.
Vorblót í Stykkishólmi verður haldið sunnudaginn 1. júní uppi í Nýrækt, Skógrækt Stykkishólms kl. 15.
Fögnum vorinu og sólinni, gróandanum og ungviðinu.
Öllum velkomið að mæta, hvort sem fólk er í félaginu eða ekki.
Stöldrum svo við í lundinum góða í kaffi og með því og skemmtilegt spjall.
Jónína Þórsnesgoði helgar blótið.