Skip to main content

Handverkskvöld 18. október

Eftir október 23, 2016Fréttir

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem áhuga hafa á allskonar handverki. Hittast, læra hver af öðrum, sýna sig og sjá aðra. Það er alltaf heitt á könnunni og eitthvað góðgæti í boði. Fáum stundum fagaðila með kennslu, fyrirlestra og kynningar um áhugavert handverk og það sem því tengist. Allir félagsmenn velkomnir.

Við höfum verið með kennslu m.a. í vattarsaumi, tóvinnu, jurtalitun ofl.