Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Hauststarfsemin komin í gang

Tímarnir hafa sannarlega verið skrýtnir þetta árið.  COVID-19 hefur breytt daglegu lífi svo um munar og margt hversdagslegt hefur legið í dvala.  En nú birtir til þó svo skammdegið sé á næsta leyti!
Reglubundnir viðburðir á borð við leshópshitting, handverkskvöld og opið hús eru komnir aftur á dagskrá og má sjá viðburði á Facebook-síðu félagsins og handverkshópsins.
  • Opið hús sérhvern laugardag milli kl. 14-16
  • Leshópur sérhvern miðvikudag milli kl. 20-22
  • Handverkshópur hittist 3. þriðjudag hvers mánaðar. Þar að auki eru sérnámskeið haldin af og til.