Jökull Tandri Ámundason Dalverjagoði var á fundi lögréttu kvöldið 11. september kjörinn sem nýr staðgengill Allsherjargoða. Hann hlaut vígslu sem Dalverjagoði 2023. Jökull Tandri er matreiðslu- og framreiðslumeistari að mennt með mikla reynslu úr framkomu og félagsstarfi. Hann er 35 ára gamall og er yngsti goði Ásatrúarfélagsins.
Alda Vala Ásdísardóttir Hvammverjagoði var áður í hlutverki staðgengils en hún lét af starfi fyrr í sumar að eigin ósk og er henni þakkað fyrir vel unnin störf
