Skip to main content

Jólablót á Íslandi 21. desember 2025

Eftir desember 8, 2025Fréttir
Jólablót á Safnasvæðinu á Akranesi kl. 18:00.

Anna Leif Leirárgoði og Jóhanna Kjalnesingagoði helga blótið. Jóhanna segir okkur jólasögu heiðingja og síðan verður boðið upp á léttar veitingar í Stúkuhúsinu í kjölfar blóts.

Jólablót í Þingskálum í hornafirði kl. 14:00.

Vetrarsólstöður verða sunnudaginn 21. desember. Þeim verður fagnað með blóti í Þingskálum og blótgestum boðið í bæinn eftir blót. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Þingskálagoði helgar blótið.

Jólablót í Ásheimum í Skagafirði kl. 18:00.

Árni Sverrisson Hegranesgoði helgar blótið. Grillið verður heitt og gosið kalt. Taka með sér á grillið, verkfæri á staðnum.

Jólablót á Ráðhústorginu á Akureyri kl. 18:00.
Ragnar Ólafsson Þveræingagoði helgar blótið en að því loknu verður boðið upp á kakó og smákökur.

Jólablót fer fram á vetrarsólstöðum 21. desember við Ferjusteina (við Lagarfljótsbrú) og hefst kl. 18:00.
Baldur Freysgoði helgar blótið. Að blóti loknu er boðið til Pálínuboðs í Fjárhúsunum Kauptúni 3. Fellabæ.

Jólablót í Öskjuhlíð í Reykjavík kl 18:00.
Jólablót Ásatrúarfélagsins í Reykjavík verður haldið kl. 18:00 í hofskálinni í hofi Ásatrúarfélagsins. Best er að koma tímanlega gangandi frá Nauthólsvík. Í kjölfar blóts verður haldið til blótveislu í Sal Garðyrkjufélags Reykjavíkur (miðasala auglýst sérstaklega og hefst þriðjudaginn 9. desember).