Skip to main content

Jólablótin í desember 2022

Eftir desember 14, 2022Fréttir
Jólablót í desember 2022.
Miðvikudaginn 21. desember nk. verða eftirfarandi jólablót haldin á landinu:
Jólablót við hofið í Öskjuhlíð í Reykjavík kl 18:00.
Allsherjargoði helgar blótið.
Í kjölfar blótsins verður haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands þar sem fagnað verður með blótveislu. (Miðasala auglýst sér hér á facebooksíðunni okkar).
Jólablót á Ráðhústorgi á Akureyri kl 18:00.
Ragnar Ólafsson helgar blótið en að því loknu verður boðið upp á kakó og smákökur.
Jólablót við Ferjusteina við Lagarfljótsbrú á Egilsstöðum kl 18:00.
Baldur Pálsson helgar blótið. Í kjölfar blóts verður boðið upp á kaffi og kakó á Bókakaffi við Ferjusteina.
Jólablót í Ásheimi í Skagafirði kl 18:00.
Árni Sverrisson helgar blótið.
Föstudaginn 30. desember n.k. verður síðan haldið Níu nátta blót í Hlésey.
Jóhanna Harðardóttir mun helga blótið þar sem fagnað verður hækkandi sól og nýju ári ásamt því að þakka fyrir hið gamla.
Að vanda verður kakó og kaffi með piparkökum.
May be an image of fire and outdoors