
Ásatrúarfélagið hefur hannað eyðublað fyrir lífslokaskrá á PDF-sniði. Með því að fylla út eyðublaðið, undirrita það, afla staðfestingar tveggja vitundarvotta og koma því til varðveislu á öruggum stað hefur sá sem það gerir gert allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að tryggja að óskir um útför og annað í tengslum við andlát verði virtar. Sjá nánar hér.