Óskað er eftir fulltrúum í laganefnd Ásatrúarfélagsins.
Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir lög og starfsreglur félagsins og gera tillögur að viðeigandi úrbótum þar sem félagið hefur vaxið og dafnað síðan lögin voru samin og grunnur lagður að félaginu.
Viðkomandi þarf að vera félagi í Ásatrúarfélaginu, lögráða og sjálfráða. Einnig er kostur að viðkomandi hafi þekkingu á félagsmálum og þeirri lagaumgjörð sem því fylgir.
Laganefnd er skipuð af allsherjargoða og lögréttu og situr til næsta allsherjarþings þegar kosið verður í nýja nefnd.
Áhugasömum er bent á að hafa samband í gegnum netfangið skrifstofa@asatru.is

