Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Siðfræðsla

Siðfræðsla eru valkostur fyrir ungmenni sem og fullorðna sem vilja dýpka skilning sinn á heiðnum sið. Fræðsla fer fram í sal Ásatrúarfélagsins að Síðumúla 15 síðasta laugardag hvers mánaðar eða samkvæmt samkomulagi við goða í hverju héraði fyrir sig. Í desember er þó gert ráð fyrri því að þeir sem sækja námskeiðin taki þátt í Landvættarblótum sem fara fram í hverjum landsfjórðungi og á Alþingi 1.des hvers árs. 

Foreldrar og forráðamenn eru velkomin til að sitja námskeiðið með börnum sínum en gert er ráð fyrir því að þeir mæti í fyrsta tíman og í síðasta tímann sem fer fram síðasta laugardag í maí en þá fer fram sérstakt námskeið. 

Siðfestuathöfn getur farið fram á hefðbundnu blóti úti eða inni, að undangenginni fræðslu hjá einum eða fleiri goðanna þar sem farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar:

Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér
Heiðarleiki
Umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra
Virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi

Einnig er fræðst um goðafræðina, heimsmyndina og helstu heiðin tákn, byggt á Eddukvæðum og Snorra-Eddu. Að því búnu velur viðkomandi nokkur erindi úr Hávamálum, les og hugleiðir sem leiðarljós í lífinu og flytur þau við siðmálaathöfnina.