Skip to main content

Þorrablótsathöfn 20. janúar

Eftir janúar 16, 2023Fréttir
Ásatrúarfélagið verður með þorrablótsathöfn 20. janúar næstkomandi og efnir til samskotaveislu á eftir fyrir þá sem hafa áhuga.
Athöfnin hefst kl 19:00.
Um er að ræða veislu þar sem gestir mæta sjálfir með mat á hlaðborð á meðan félagið leggur til súrmat.
Því miður er mjög takmarkað sætamagn í boði þar sem við verðum í salnum okkar í Öskjuhlíðinni. Það verða því sæti fyrir þá fyrstu sem panta.
Til að staðfesta komu hafið samband í síma 861-8633 og tilkynnið fjölda og hvaða mat þið hyggist koma með. Síminn er opinn milli kl 13-16 á virkum dögum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ásatrúarfélagið.
May be an image of outdoors