Skip to main content

Umræðufundur um næsta áfanga hofbyggingar

Eftir október 7, 2025Fréttir

Næstkomandi laugardag þann 11. október klukkan 13:30 verður opinn umræðufundur í hofi Ásatrúarfélagsins í menntasveigi um framhald hofbyggingar Ásatrúarfélagsins. Á fundinum verður farið yfir fjárhagsstöðu félagsins, sem orðin er afar góð, og standa vonir til þess að undirbúningur frekari framkvæmda geti fljótlega hafist. Gert er ráð fyrir góðum tíma fyrir spurningar og umræður.

Fundinum verður streymt og þeir sem vilja sitja hann í fjarfundi eru beðnir á að skrá sig hér. Zoom-linkur verður sendur fljótlega áður en fundurinn hefst.

Athugið að fundurinn er einungis opinn félagsmönnum í Ásatrúarfélaginu.