Fyrsti vetrardagur ber að dyrum 25. október næstkomandi. Veturnáttablót Ásatrúarfélagsins verða því haldin hátíðleg á nokkrum stöðum á landinu:
– Á Höfn í Hornafirði helgar Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir blót við Óslandstjörn. Athöfnin hefst kl 14:00.
– Baldur Pálsson helgar blót á Vestdalseyri í Seyðisfirði og hefst það kl 14:00. – Kl. 18:00 hefst sviðamessa í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs. Húsnæðið er staðsett við Hafnargötu 17. Það þarf að skrá sig í sviðamessuna, sjá nánar á Facebook-síðunni Ásatrúarfólk í Austurlandsgoðorði „Sviðamessa 2025″.
– Sigurður Mar helgar blót í Ólafsfirði og hefst það kl 17:00 við menntaskólann.
– Í Reykjavík helgar Hilmar Örn allsherjargoði blót í Öskjuhlíð sem hefst kl 20:00. Um er að ræða Pálínuboð þar sem félagið býður grunn að veitingum sem gestum er frjálst að bæta við í. Það er hægt að tilkynna þátttöku á Facebook-viðburðinum hér: https://fb.me/e/2UF2zL36d
Það er einnig hægt að boða mætingu í Öskjuhlíðina með að senda okkur póst á skrifstofa@asatru.is.
