Skip to main content

Vorjafndægrablót og fyrirlestur í hofinu

Eftir mars 18, 2025Fréttir

Á döfinni er nóg um að vera! Vorjafndægrablót verða haldin víða um land á fimmtudag, laugardag og mánudag, og í hofi félagsins er fyrirlestur Sigurboða Grétarssonar um yngri fúþark á dagskrá á opnu húsi laugardagsins.

Vorjafndægrablót verður haldið á Hellu, 20. mars kl. 18. Jökull Tandri helgar blótið.

Vorjafndægrablót verður haldið á Akureyri, á Hamarskotstúni, 20. mars kl. 18. Ragnar Þveræingagoði helgar blótið.

Vorjafndægrablót verður haldið á Höfn í Hornafirði, í Óslandi, 20. mars kl. 19. Guðlaug Þingskálagoði helgar blótið.

Vorjafndægrablót verður haldið í Hafnarskógi að Ljósheimum 3, í Borgarfirði laugardaginn 22. mars kl.16. Jónína Berg Þórsnesgoði helgar blótið.

Brákarblót / Vorjafndægrablót verður haldið á Borgarnesi,Brákarblót í Brákey, mánudaginn 24. mars kl. 18. Anna Leif Leirárgoði helgar blótið.