Skip to main content

Veturnáttablót með Önnu Leif, 26. okt

Eftir september 25, 2024Fréttir

Vetrarnætur eða veturnætur eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg í október til að fagna upphafi vetrar. Áður var vetrarmisseri talið á undan sumarmisseri og veturnætur því mögulega einskonar áramót. Anna Leif Auðar Elídóttir, nýr goði Ásatrúarfélagsins, heldur sitt fyrsta opinbera blót. Hún helgar blótið staðarvættum, manninum sem hluta af náttúrunni og eilífu hringferli lífsins og árstíðanna.

 

Viðburður á Facebook.