
Á næstu handverkskvöldum Ásatrúarfélagsins verður boðið upp á grunn og framhaldsnámskeið í spjaldvefnaði þar sem Þorbjörg Elfa Hauksdóttir kennir áhugasömum að setja upp og vefa einfalt munstur.
Fyrra námskeiðið (20.feb) er hugsað sem grunnnámskeið þar sem þátttakendur læra að setja upp einfalt munstur í spjaldvefnaði á bretti.
Námskeiðiskostnaður er 15.000 kr á mann, vinsamlegast athugið að enginn posi er á staðnum. Innifalið er bretti og spjöld en þátttakendur þurfa sjálfir að koma með kambgarn í þeim 3-4 litum sem þeir vilja vinna með auk 2 s-króka og 2 þvingur eða stórar klemmur sem ná utanum borðbrún.
Seinna námskeiðið (27. feb) verður framhaldsnámskeið og er opið þeim sem hafa sótt eitt af grunnnámskeiðunum. Þar verður kennd önnur uppsetningartækni á brettin og flóknara munstur. Námskeiðiskostnaður er 10.000 kr á mann, vinsamlegast athugið að enginn posi er á staðnum. þátttakendur þurfa sjálfir að koma með brettin sín, spjöld, kambgarn (í 3 litum), 2 s-króka og 2 þvingur.
Vinsamlegast athugið að takmarkaður fjöldi kemst að og við skráningu gildir “fyrstir koma – fyrstir fá.”
Einungis 6 pláss eru í boði á hvort námskeið.
Skráning fer fram í gegnum skrifstofu Ásatrúarfélagsins, sendið póst á asatru@asatru.is eða hringið í síma 5618633 milli klukkan 12:30 og 17:00 þri-fös.
Athugið að byrgjedur geta líka sótt seinna námskeiðið ef þeir treysta sér til þess og þá verður hægt að kaupa bretti og spjöld af Þorbjörgu á staðnum fyrir 5000kr.