Skip to main content

Allsherjarþing 2020

Eftir október 16, 2020mars 30th, 2022Fréttir

Lögrétta hefur ákveðið að fresta Allsherjarþingi um óákveðinn tíma.

Samkvæmt lögum og starfsreglum Ásatrúarfélagsins skal það haldið fyrsta laugardag eftir fyrsta vetrardag, sem að þessu sinni er 31. október.

Af velþekktum ástæðum telur Lögrétta ekki verjandi að stefna heilsu félagsmanna í hættu með svo fjölmennum fundi, en mun tilkynna dagsetningu Allsherjarþings strax og aðstæður leyfa.

Fjallað er um boðun og framkvæmd Allsherjarþings í 5. og 25. grein laga og samþykkta félagsins, sem sjá má hér.