Skip to main content

Allsherjarþing 2020 & 2021

Eftir apríl 9, 2021mars 30th, 2022Fréttir

Lögrétta ákvað á síðasta fundi sínum að fresta allsherjarþingi 2020 fram að allsherjarþingi 2021, sem samkvæmt samþykktum félagsins skal haldið 30. október nk. Að þessu sinni verða því haldin tvo þing í einu.

Vart þarf að taka fram að ákvörðunin er tekin með þeim fyrirvara, sem velþekkar aðstæður gefa tilefni til. Fylgist með vefmiðlum félagsins þegar nær dregur. Þá verður jafnframt upplýst um fundarstað.
Sem sakir standa er félagið í húsnæðishraki, en unnið er hörðum höndum að frágangi bráðabirgðaaðstöðu okkar við hofbygginguna í Öskjuhlíð.

Vísað er til vefmiðla okkar, FB/Ásatrúarfélagið og asatru.is, netfangsins asatru@asatru.is og símanúmeranna 561 8633 og 861 8633.