Allsherjarþing 2022.
Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins fyrir starfsárið 2021-2022 verður haldið í hofi Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð að Menntasveigi 15 laugardaginn 29. október nk. kl. 14:00.
Allir félagsmenn velkomnir og hvattir til að mæta.
Verkefni þingsins eru þessi:
1. Skýrsla lögréttu, borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosið í lögréttu.
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál.
Til að komast að hofinu er best að leggja hjá Nauthóli eða á bílastæðinu við Háskóla Reykjavíkur. Ef illa gengur að finna hofið er hægt að hringja í síma 861-8633 til að fá nánari leiðsögn.