Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2024 verður haldið í hofi félagsins að Menntasveigi 15 í Öskjuhlíð laugardaginn 2. nóvember kl 13:30. Allir félagar Ásatrúarfélagsins eiga rétt til setu á allsherjarþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við 18 ára aldur.
Þá er hér með auglýst eftir framboðum í stjórn félagsins og varamönnum í stjórn, og einnig í önnur embætti sem kjörið er í á allsherjarþingi. Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 26. október, en þeir sem bjóða sig fram til stjórnar en ná ekki kjöri geta þó boðið sig fram sem varamenn í stjórn á þinginu. Framboðum skal skila til kjörnefndar en í henni sitja:
Jökull Tandri Ámundason (dalverjagodi@gmail.com)
Alda Vala Ásdísardóttir (aldavalaa@gmail.com)
Óttar Ottósson (ottarottosson56@gmail.com)
Alls hafa borist 37 lagabreytingatillögur frá þremur aðilum:
Lögsögumaður leggur fram fyrir hönd stjórnar 14 tillögur sem komu frá goðaþingi og eru staðfestar af lögréttu með lítilsháttar breytingum.
Bjarki Sigurðsson leggur fram 22 lagabreytingatillögur.
Unnar Reynisson, varamaður í stjórn, leggur fram tillögu um nýja grein í starfsreglum.
Dagskrá:
- Skýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar.
- Reikningar lagðir fram til umræðu og staðfestingar.
- Lagabreytingar og aðrar tillögur.
- Kosning í lögréttu.
- Kosning skoðunarmanna reikninga, í nefndir og í aðrar trúnaðarstöður.
- Önnur mál.