Skip to main content

Lagabreytingatillögur

Eftir október 19, 2024Fréttir

Hér eru þær lagabreytingatillögur sem lagðar verða fyrir á komandi Allsherjarþingi.

Lögsögumaður leggur eftirfarandi fram fyrir hönd stjórnar, og koma þær að mestu frá Goðaþingi.

https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Lagabreytingartillogur-stjornar.pdf

Unnar Reynisson, varamaður í lögréttu, sendi inn svohljóðandi tölvupóst með lagabreytingatillögu:

Hér kemur tillaga að lagabreytingu sem ég hef sent inn áður nú
með númeraðri grein.

Greinin kæmi undir liðnum Starfsreglum Ásatrúarélags. Mundi hún
verða grein 3 undir þeim liði, núverandi grein 3 yrði þá grein 4
osfr.

Í liðnum _Um Ásatrúarfélagið_ á vefsíðu félagsins stendur:
„Ásatrúarfélagið vill hefja til vegs og virðingar fornan sið og
forn menningarverðmæti. Það er einnig vilji félagsins að auka
skilning og áhuga á þjóðtrú og gömlum hefðum. Þetta vill
félagið gera án þess að gera lítið úr öðrum trúarsiðum,
gömlum eða nýjum, eða menningu annarra þjóða. Ofstæki eða hatur
í garð annarra getur aldrei samrýmst stefnu félagsins.…“

Mikilvægt er að þessi orð séu byggð á lögum félagsins.

Tillaga að nýrri grein:

_3. grein._

_Lítur Ásatrúarfélagið svo á að allir menn séu jafnir, burtséð
frá uppruna, kyni, kynferði, trúarbrögðum eða öðru sem gæti
greint þá sundur. Ofstæki og hatur í garð annarra á ekki erindi á
vettvangi félagsins, hvorki með orðræðu eða öðrum hætti. _

Rökstuðningur: Hér er ekki boðuð ritskoðun heldur er lagt upp með
öllum geti liðið vel á vettvangi félagsins; í opnu húsi,
handverkskvöldum, blótum, leshópum eða hverjum öðrum viðburðum.
Hatursfull umræða og ónærgætið orðalag getur snert ýmsa og
sært, hvort sem það beinist gegn þeim sjálfum, fjölskyldum
þeirra, vinum eða öðrum.

Bjarki Sigurðsson sendi 22 lagabreytingatillögur og þær fylgja hér að neðan.
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-1.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-2.-gr-.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-4.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-8.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-9.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-ny-5.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-ny-25.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-1.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-2.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-6.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-7.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-13.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-14.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-15.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-18.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-19.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-20.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-25.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-29.-gr-.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-34.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-35.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-37.-gr.pdf