Skip to main content

Baðstofustemming, menning, handverk og sköpun.

Eftir maí 27, 2015Fréttir

Baðstofustemming, menning, handverk og sköpun.
Handverkskvöld verður haldið hér í Síðumúlanum á þriðjudagskvöldið, 2. júní milli kl 20 og 22. Þar getur  fólk unað sér í góðum félagsskap með lágværa tónlist í bakgrunni, sinnt sinni iðju hvort sem það er leðurvinna, tálgun, útskurður, saumur eða hvaðeina. Heitt verður á könnunni og meðlæti í boði.

Fjölfræðingurinn Sigurboði Grétarsson leiðbeinir fólki eftir þörfum. Allir velkomnir!