Barnagaman Ásatrúarfélagsins er að hefja göngu sína á ný í Síðumúla 15.
Opnunarhátíð verður sunnudaginn 24. maí, hvítasunnudag og hefst kl. 12:30.
Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnin sín, en þema fyrsta dagsins verður LEIR. Pylsupottur verður á glóðum ef einhver er svangur og auk þess kaffi og kex handa þeim fullorðnu.
Verið öll velkomin á þennan fyrsta barnasunnudag Ásatrúarfélagsins, en umsjónarmenn barnagamans eru Svandís Leósdóttir og Fjóla Elvan.