Skip to main content

Fjöldi fólks mætti á sigurblót Ásatrúarfélagsins

Eftir maí 5, 2015desember 17th, 2021Fréttir

Sigurblót Ásatrúarfélagsins var haldið á sumardaginn fyrsta en að þessu sinni var það haldið á Klambratúni í Reykjavík þar sem framkvæmdir eru hafnar á lóð félagsins í Öskjuhlíð.
Að venju var byrjað á helgistund en síðan gengið til grillveislu og trúður og blöðrublásari skemmtu börnunum við feikigóðar undirtektir. Veðrið var gott, sól og blíða en svolítið kalt.
Mikið var því um dýrðir á Klambratúni þennan dag, sumrinu fagnað og er óhætt að segja að aldrei nokkurn tíma hafi aðsókn að blóti verið eins mikil og þennan fyrsta sumardag í ár 2015 og skiptu gestir okkar hundruðum þegar best lét!