Kæru meðlimir og aðrir forvitnir.
Þá er dagskráin okkar hafin og verða eftirfarandi viðburðir í gangi í haust/vetur;
Handverkskvöld; hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á handverki. Tilvalið að taka með sér það verkefni sem hver og ein/nn er með í vinnslu og deila reynslu með öðrum. Öll þriðjudagskvöld kl 20:00.
Leshópur; Í leshópnum ætlum við að ræða valin verk og kvæði. Boðið er upp á kaffi og meðlæti og öll eru velkomin. Í haust/vetur ætlum við að byrja á að grúska í Hávamálum. Öll miðvikudagskvöld kl 20:00.
Opið hús; Boðið er upp á kaffi og með því yfir léttu spjalli. Öðru hverju eru skemmtilegir og fróðlegir fyrirlestrar og þá verða þeir auglýstir sérstaklega hér á vefsíðunni og á facebooksíðu félagsins. Alla laugardaga frá kl 14-16.