
LOKSINS LOKSINS – Það verður blót!
Alda Vala, Hvammverjagoði, mun standa fyrir gróðurblóti að Mógilsá (skógræktarstöðinni við Esjurætur), laugardaginn 29. maí nk. klukkan 14.
Blótið mun auðvitað litast af aðstæðum: ekki verður kveiktur eldur og ekki grillað í ljósi þurrkatíðar en kaffi/drykkir og eitthvað meðlæti verður í boði. Fólk er hvatt til að taka tillit til annarra og passa upp á fjarlægðarmörk.
Eggjaleitin verður á sínum stað fyrir börnin.
Verið velkomin ?