Skip to main content

Gróðurblót í Baldurslundi í Heiðmörk sunnudaginn 16. júlí

Eftir júlí 14, 2017Fréttir

Gróðurblót í Baldurslundi í Heiðmörk verður haldið sunnudaginn 16. júlí nk. Að venju komum við saman og gróðursetjum í reit Ásatrúarfélagsins við Þingnes í Heiðmörk.
Áhugasamir félagar hafa á umliðnum árum komið saman og gróðursett í reit félagsins undir styrkri stjórn Egils Baldurssonar og við erum farin að sjá árangur erfiðisins.
Þingnes við Elliðavatn var fyrsti helgistaður Íslands og þar helgaði Þorsteinn Ingólfsson, fyrsti allsherjargoðinn,  þing á þessum fagra stað.
Mæting verður kl. 15 og í framhaldi af gróðursetningu munum við eiga góða stund með helgihaldi, kveðskap, tónlist, mat og drykk.
Við fáum góða gesti í heimsókn og stemmingin verður einstök sem endranær.