Vetrarstarfið að hefjast

Eftir september 6, 2013desember 17th, 2021Fréttir

Leshópurinn hefur vetrarstarfið miðvikudaginn þann 11. september klukkan 20. Nú verða tekin fyrir kvæði og fræði sem tengjast Loka. Farið verður um víðan völl og þar verður stuðst við undirstöðurit Jan De Vries, The problem of Loki, frá árinu 1933 og glænýja samantekt Yvonne S. Bonnetain, Loki : Beweger der Geschichten. Kaffi, kökur og kátína að venju.

3-bíó hópurinn hittist að nýju sunnudaginn þann 29. september. Hann hittist eftir það á tveggja vikna fresti fram á vorið. Viðfangsefnin verða margvísleg: Guðir utan úr geimnum, helgir loddarar, goðumlíkar hetjur og fáránlegar tilviljanir.

Opið hús á laugardögum heldur áfram eins og alltaf, en nú fer að draga að því að áhugaverðir fyrirlestrar verði í boði. Þeir verða auglýstir þegar nær dregar.

Siðfestufræðsla er svo síðasta laugardag hvers mánaðar kl. 12, á undan opnu húsi.

Haustblót verður haldið síðasta vetrardag, 26. október, og viku síðar, 2. nóvember, er boðað til allsherjarþings.