Hilmar Örn Hilmarsson var einn í kjöri til til allsherjargoða til næstu fimm ára á allsherjarþingi í dag. Hann greindi frá því að hann hefði verið búinn að ákveða að draga sig í hlé en hætt við það og fallist á að sitja eitt kjörtímabil enn.
Alda Vala Ásdísardóttir og Sigurður Mar Halldórsson eru nýir goðar.
Tveir aðalmenn voru kosnir í lögréttu, Hallur Guðmundsson og Kári Pálsson. Hallur hefur verið lögsögumaður síðustu tvö ár en Kári er nýr lögréttumaður.
Silke Schurack og Teresa Dröfn Njarðvík voru kosnar í varastjórn.
Bjarki Karlsson, Lenka Kovářová og Böðvar Þórir Gunnarsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.
Lögsögumaður verður kosinn úr hópi lögréttumanna á opnum lögréttufundi í Síðumúla á morgun.
Sjá:
fundargerð allsherjarþings 2013.