Skip to main content

Klár í útivistina!

Eftir apríl 10, 2015Fréttir

Valdimar Melrakki Árnason landkönnuður verður með stutt útivistarnámskeið, laugardaginn 25. apríl, hér í Síðumúlanum. Námskeiðið hefst klukkan 12:00 og er ætlað félagsmönnum sem vilja vera sjálfbjarga úti í náttúrunni. Áhugasamir eru beðnir að bóka sig á skrifstofu félagsins og tryggja sér sæti tímanlega.

Þetta verður meðal umfjöllunarefna:
Vetrar og sumarferðir. Nesti og næring. Útbúnaður,  klæðnaður og hvernig eigi að hlaða í bakpokann.
Eldur kveiktur á „ gamla“ mátann. Áttir fundnar út frá  sólinni.Hvernig má búa til kæligeymslu og bakaraofn í náttúrunni.Hvernig skal hita upp tjald eða íverustað. Fjarskipti og alls kyns góðar græjur í ferðirnar.
Ýmislegt fleira sem þarf að vita á ferðalögum til að breyta stórkostlegu vandamáli í smávægilegt bras.
 
Svo er um að gera að spyrja bara nógu mikið og mæta með áttavita eða aðrar græjur sem maður vill læra að nota.
 
ATH.  Seinni hluti námskeiðsins er á sama tíma og opið hús, en sá hluti verður helgaður fyrirspurnum og verklegum þáttum.