Ný lögrétta – konur í meirihluta

Eftir október 27, 2012Fréttir

Allsherjarþing var haldið á Hótel Sögu í dag, 27. október. Á þinginu lauk kjörtímabili þriggja lögréttumanna, Huldu Sifjar Ólafsdóttur, Böðvars Þóris Gunnarssonar og Halldórs Bragasonar. Einnig lauk kjörtímabili varamannanna Sigurlaugar Lilju Jónasdóttur og Lenku Ková?ovu.

Í lögréttu voru eftirfarandi kosnar:
Hulda Sif Ólafsdóttir
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
Hrafnhildur Borgþórsdóttir

Auk þess hefst nú síðara ár kjörtímabils Halls Guðmundssonar og Bjarka Karlssonar.

Allsherjargoði og staðgengill hans eru einnig aðalmenn í lögréttu; Hilmar Örn Hilmarsson og Jóhanna G. Harðardóttir.

Varamenn eru:
Lenka KováÅ•ová – 1. varamaður
Böðvar Þórir Gunnarsson – 2. varamaður