Ömmurnar

Eftir apríl 26, 2017Fréttir

Sýning Önnu Leifar Elídóttur, Ömmurnar verður opnuð í salnum í Síðumúla 15, laugardaginn 6. maí á opna húsinu, kl. 14:30 til 16:30. Léttar veitingar verða í boði.
Ömmurnar eru myndverk sem Anna Leif málaði af nokkrum formæðrum sínum sem fæddar voru á tímabilinu 1874-1923. Með myndunum fylgir saga hverrar þessarra kvenna, en þær áttu mjög ólíka daga um ævina.
Anna Leif útskrifaðist úr fornámi til myndlistar frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og diplóma til kennsluréttinda á grunn- og framhaldsskólastigi þaðan árið 2007. Anna Leif lauk námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og starfar nú á Þjóðminjasafninu.

Ömmurnar er verkefni sem Anna Leif hefur verið lengi með í huga enda ættfræði henni, sem og flestum Íslendingum hugleikin. Anna Leif er útskrifuð frá Listaháskóla Íslands árið 2005 með BA í myndlist. Hún hefur sýnt á fjölda samsýninga en síðasta einkasýning hennar var á Vökudögum árið 2013 í Klukkuturninum að Görðum, Akranesi.