Skip to main content

Opinn lögréttufundur 17. september kl 14:30

Eftir september 13, 2022Fréttir

Opinn lögréttufundur Ásatrúarfélagsins verður haldinn, laugardaginn 17. september, kl. 14:30, í hofi félagsins í Öskjuhlíð að Menntasveig 15. Áætluð fundarlok 15:30 til 16:00.

Félagsmenn Ásatrúarfélagsins velkomnir.

Mál á dagskrá:
1. Öryggisúttekt. Til kynningar.
2. Ásatrúarfélagið – Almenningsheillafélag. Til kynningar.
3. Afmælisár – Ásatrúarfélagið 50 ára um þessar mundir. Félagið var stofnað 20. apríl 1972 og fékk löggildingu ári eftir stofnun.
4. Hofbyggingin. Áframhald framkvæmda.
Magnús Jensson arkitekt segir frá sinni framtíðarsýn á áframhaldandi byggingu hofsins og áfangaskiptingu. Verklegi þátturinn.
5. Önnur mál.