Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn Lögréttufundur

Kæru félagar.
Næsta laugardag 16. mars klukkan 13:00-14:00 verður opinn stjórnarfundur í sal félagsins að Síðumúla 15.
Stjórn félagsins býður félagsmönnum að taka þátt í umræðum um sjálfboðaliðastarf í félaginu.

Í Ásatrúarfélaginu fer fram ýmiskonar starfsemi og oft vantar mannskap til að sinna mismunandi verkefnum svo sem umsjón með opnum húsum, skipulagningu fyrirlestra, skipulagningu blóta og skemmtinefnd (kölluð blótsnefnd) tölvuvinnsla, textasmíði, vinna við hofið og umhverfi þess og ótal margt fleira.
Margar ehndur vinna létt verk og við vinnum að því að útbúa lista yfir fólk sem er tilbúið að taka að sér sjálfboðastörf fyrir félagið.

Ef ef þú hefur áhuga bjóðum við þig velkominn á fundinn á laugardaginn en ef þú kemst ekki á hann en villt taka þátt máttu endilega senda okkur línu með nafni og tengiliðaupplýsingum á netfangið hjalp.asatru@gmail.com.