Útgáfuteiti bókarinnar Sögur í norrænni goðafræði

Eftir ágúst 6, 2015Fréttir

Sögur úr norrænni goðafræði er glæsileg og ríkulega myndskreytt barna- og unglingabók sem nú er komin út á vegum bókaútgáfunnar Rósakots í samstarfi við Peter Streich.

Í bókinni má finna bráðskemmtilegar endursagnir á nokkrum af helstu goðsögum norrænna manna. Hér kynnumst við þrumuguðinum Þór, bragðarefnum Loka, jötnum, dvergum, skrímslum og hrímþursum auk sögunnar af bardaga Sigurðar við drekann Fáfni svo að fátt eitt sé nefnt.

Bókin er skreytt litríkum myndum sem kveikja í ímyndunaraflinu en textinn er í senn vandaður og auðlesinn í þýðingu verðlaunaskáldsins Bjarka Karlssonar.

Útgáfuteiti verður haldið í Síðumúla 15, laugardaginn 8. ágúst kl. 13, í húsakynnum Ásatrúarfélagsins.

Upplestur, veitingar og samvera. Allir velkomnir.