SÖGUR – ljósmyndasýning

Eftir september 6, 2017mars 30th, 2022Fréttir

Sögur leggja land undir fót og verða til sýnis í sal Ásatrúarfélagsins í Síðumúla 15. Opnun sýningarinnar er laugardaginn 9. september kl. 13:00. Myndasmiðurinn er Sigurður Mar Halldórsson Svínfellingagoði. Þetta eru myndir úr bókinni Sögum sem kom út á veturnóttum í fyrra. Bókin er einskonar smásagnasafn án orða því í henni eru myndir sem gefa vísbendingar um aðstæður, atburði eða augnablik og gefa áhorfandanum svigrúm til að ímynda sér hvað sé að gerast. Þannig geta orðið til margar sögur út frá sömu mynd, allt eftir bakgrunni þess sem á horfir.

Sýningin verður opin alla virka daga frá frá 12:30 til 17:00 og laugardaga frá 14:00 til 16:00. Sýningunni lýkur 21. október.