Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Um fyrirhugaða fjársöfnun Þjóðkirkjunnar

Á fundi lögréttu, fram­kvæmda­stjórnar Ásatrúar­félagsins, 8. janúar 2013 var eftirfarandi samþykkt í tilefni af umræðum um fyrirhugaða fjársöfnun Þjóðkirkjunnar til tækjakaupa fyrir Landspítalann:

Ásatrúarfélagið fagnar fyrirhugaðri landssöfnun Þjóðkirkjunnar og hvetur hana til góðra verka.

Þessi samþykkt er að sjálfsögðu óháð því að Ásatrúarfélagið hefur, ásamt fleiri trúfélögum, lengi barist gegn því misrétti að ríkisvaldið mismuni trúfélögum með ríflegum aukaframlögum til Þjóðkirkjunnar úr sameiginlegum sjóðum okkar allra.

Þannig skipa yfirvöld þeim fjórðungi landsmanna, sem kýs að standa utan Þjóðkirkjunnar, skör lægra en öðru fólki og sjálf ver kirkjan mismunun í sína þágu.