Vandræði með tölvupóst Ásatrúarfélagsins

Eftir september 30, 2012Fréttir

Ágæti félagsmaður og lesandi.

Fyrir nokkru kom upp alvarlegt ástand á póstþjóni Ásatrúarfélagsins. Hýsingaraðilinn hefur viðurkennt mistök sem urðu til þess að tölvupóstur sem átti að berast félaginu og goðum félagsins síðustu rúmar tvær vikur hefur ekki borist okkur og mun ekki berast okkur nema pósturinn verði sendur til okkar aftur. Við tökum það afar nærri okkur að fá ekki þá tölvupósta sem verið er að senda okkur og biðjumst við velvirðingar á klaufaskap hýsingaraðilans.

Með virðingu og vinsemd

Hallur Guðmundsson
Lögsögumaður