Helgina 16.-18. ágúst verður haldin hátíð á slóð Vatnsdælasögu sem nokkurs konar uppskeruhátíð þar sem við munum fagna uppbyggingu á söguslóð. Boðið verður upp á nokkrar gönguferðir á söguslóð þar sem sagt verður frá ákveðnum atburðum sem gerðust þar. Opið verður í Vatnsdælurefilinn alla helgina, sem og í Þingeyrarkirkju og á heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi.
Hápunktur helgarinnar verður á laugardegi þegar Vatnsdalshólahlaupin fara fram https://netskraning.is/vatnsdalsholahlaupid/ en að þessu sinni verður Gljúfurárhlaupið 25 km, Ranhólahlaup 11 km og rathlaup 1-5km auk þess sem krakkahlaupið í kringum Skúlahól verður á sínum stað.
Í Þórdísarlundi verður krökkum boðið á hestbak, kveðnar rímur og stemmur, spiluð lifandi tónlist, sagðar sögur,farið í leiki, grillað lamb og fleira skemmtilegt og þjóðlegt brasað.
Á laugardagskvöld verða tónleikar með Hund í óskilum í Eyvindarstofu á Blönduósi kl 20:30