Þurra skíða
ok þakinna næfra
þess kann maðr mjöt,
þess viðar,
er vinnask megi
mál ok misseri.
Vetrarnætur eða veturnætur eru forn tímamót sem haldin eru hátíðleg í október til að fagna upphafi vetrar. Goðar Ásatrúarfélagsins halda blót víðsvegar um landið!
Anna Leif Auðar Elídóttir, nýr goði Ásatrúarfélagsins, helgar sitt fyrsta blót á Akranesi, klukkan 18:00.
Hilmar Örn Hilmarsson helgar blót í Öskjuhlíð, klukkan 20:00 í Hofi.
Sigurður Mar helgar blót í Ólafsfirði, klukkan 17:00 við Menntaskólann.
Elfar Logi helgar blót á Orrustutanga á Ströndum. (frestað)
Ragnar helgar blót á Hamarkotstúni á Akureyri. Veturnáttablót er haldið fyrsta vetrardag klukkan 16:00 á Hamarkotstúni á Akureyri. Blót þetta er helgað Óðni, uppskeru haustsins og öllum þeim lifandi verum sem hverfa til hinnar eilífu hringrásar.
Baldur helgar blót á Vestdalseyri. 26. okt. Fyrsti vetrardagur. Kl. 14:00. Félagsfundur Ásatrúarfólks í Austurlandsgoðorði í Sæbóli, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs- Hafnargötu 17 á Seyðisfirði. Dagskrá má sjá á Ásatrúarfólk í Austurlandsgoðorði. 26. okt. Kl. 16:00. Veturnáttablót á Vestdalseyri Seyðisfirði. Ath. Blótið var auglýst á dagatali þann 27. Allir velkomnir