Skip to main content

Veturnáttablót

Eftir október 23, 2024október 25th, 2024Fréttir

Þurra skíða

ok þakinna næfra

þess kann maðr mjöt,

þess viðar,

er vinnask megi

mál ok misseri.

 

Vetrarnætur eða veturnætur eru forn tímamót sem haldin eru hátíðleg í október til að fagna upphafi vetrar. Goðar Ásatrúarfélagsins halda blót víðsvegar um landið!

 

Anna Leif Auðar Elídóttir, nýr goði Ásatrúarfélagsins, helgar sitt fyrsta blót á Akranesi, klukkan 18:00.

Hilmar Örn Hilmarsson helgar blót í Öskjuhlíð, klukkan 20:00 í Hofi.

Sigurður Mar helgar blót í Ólafsfirði, klukkan 17:00 við Menntaskólann.

Elfar Logi helgar blót á Orrustutanga á Ströndum. (frestað)

Ragnar helgar blót á Hamarkotstúni á Akureyri. Veturnáttablót er haldið fyrsta vetrardag klukkan 16:00 á Hamarkotstúni á Akureyri. Blót þetta er helgað Óðni, uppskeru haustsins og öllum þeim lifandi verum sem hverfa til hinnar eilífu hringrásar.

Baldur helgar blót á Vestdalseyri. 26. okt. Fyrsti vetrardagur. Kl. 14:00. Félagsfundur Ásatrúarfólks í Austurlandsgoðorði í Sæbóli, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs- Hafnargötu 17 á Seyðisfirði. Dagskrá má sjá á Ásatrúarfólk í Austurlandsgoðorði. 26. okt. Kl. 16:00. Veturnáttablót á Vestdalseyri Seyðisfirði. Ath. Blótið var auglýst á dagatali þann 27. Allir velkomnir