Fulltrúar eftirtalinna trúfélaga, sem öll eiga aðild að Samráðsvettvangi trúfélaga, harma þá ósæmilegu aðför að múslímum, sem átti sér stað á byggingarlóð Félags múslima á Íslandi þann 27. nóvember síðastliðinn, og leggja jafnframt áherslu á mikilvægi þess að allir fari að íslenskum lögum og virði fullt trúfrelsi allra landsmanna.
Ásatrúarfélagið
Bahá’ísamfélagið
Búddistasamtökin SGI á Íslandi
Félag múslima á Íslandi
FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar
Fríkirkjan Vegurinn
Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu
Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi
Menningarsetur múslima á Íslandi
Rómversk-kaþólska kirkjan
Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík
Þjóðkirkjan