Landvættablót fullveldisdaginn 1. desember 2015

Eftir nóvember 26, 2015Fréttir

Blót verða haldin víða um land á þriðjudaginn n.k.
Bergrisinn verður blótaður við Víkingaheima, Innri Njarðvík, Reykjanesbæ.
Griðungurinn verður blótaður í Einkunnum við Borgarnes.
Drekinn verður blótaður við Ferjusteina, við norðurenda Lagarfljótsbrúar, bílastæði við Bókakaffi.
Örninn verður blótaður á Hamarkotstúni á Akureyri.
Síðast en ekki síst verður haldið sameiningarblót á Þingvöllum í Almannagjá.
Blótin hefjast öll kl. 18:00 nema við Ferjusteina en það hefst kl. 20:00.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.