Geirmundar saga Heljarskinns í Síðumúlanum 21. nóvember kl. 14:00

Eftir nóvember 17, 2015desember 17th, 2021Fréttir

Bergsveinn Birgisson er einhver margslungnasti, ef ekki fjölkunnugasti, höfundur sinnar kynslóðar. Á íslensku hefur hann ritað tvær ljóðabækur, tvær „hefðbundnar“ skáldsögur, skáldfræðisöguna „Handbók um hugarfar kúa“ og nýverið kom út síðasta verk hans, hið illflokkanlega „íslenzka fornrit: Geirmundar Saga Heljarskinns“.
Bergsveinn mun koma og lesa upp úr bók sinni, Geirmundar saga Heljarskinns hér í Síðumúlanum á opna húsinu, laugardaginn 21. nóvember kl. 14, og svara fyrirspurnum á eftir.
Einnig gefst fólki kostur á því að kaupa árituð eintök á tilboðsverði. Allir velkomnir.