Ár og kýr – myndlistasýning

Eftir janúar 31, 2017Fréttir

Opnun myndlistarsýningarinnar Ár og kýr
fimmtudaginn 2. febrúar
 
Myndlistarmaðurinn og kúabóndinn Jón Eiríksson á Búrfelli málaði eina vatnslitamynd af kúm hvern dag árið 2003.   Verkin hafa aldrei verið sýnd áður, en þau fylgja árstíðum í náttúru Íslands og vitna um húmor og sterka ást á landinu.
Hluti myndanna prýðir vegg í sal Ásatrúarfélagsins í Síðumúla 15 en hluti þeirra er til sýnis í möppu í salnum.
Einnig verður bókin Ár og kýr með öllum 365 kúamyndum Jóns til sölu á skrifstofu félagsins.
 
Sýningin verður formlega opnuð fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17:00 og mun væntanlega standa fram á vormánuði.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir