Skip to main content
All Posts By

Ásatrúarfélagið

Fyrirlestur á opnu húsi laugardaginn 10. janúar.

Eftir Fréttir

Á opnu húsi laugardaginn 10. janúar mun Dr. Haukur Þorgeirsson flytja erindið Varnarbarátta heiðninnar. Húsið opnar kl. 14 og hefst erindið um 14:30.

Hvernig getur manneskja öðlast þekkingu á guðunum? Heimspekingar fornaldar í Grikklandi og Rómaveldi leituðust við að rannsaka hið guðlega en iðulega voru svör þeirra ekki nema í lauslegum tengslum við trúariðkun alþýðunnar. Þegar kristin trú kom fram á sjónarsviðið sem skæður áskorandi og keppinautur heiðninnar snerust heimspekingar til varnar. Það gerðu þeir bæði með því að gagnrýna kristnar hugmyndir og einnig með því að leitast við að bæta heiðna heimspeki og lífsskoðun á ýmsa vegu. Þótt kristnin yrði á endanum sigursæl bar starf heiðnu heimspekinganna ýmsan athyglisverðan ávöxt.

Á Íslandi 13. aldar var einnig háð eins konar heimspekileg barátta fyrir hönd heiðninnar en þá til að skrásetja og varðveita þekkingu á norrænni trú. Í formála eða prologus Snorra-Eddu má segja að norræn trú sé sett fram í eins jákvæðu ljósi og mögulegt var innan hinnar kristnu heimsmyndar. Þær guðfræðihugmyndir sem þar birtast er athyglisvert að bera saman við þær heimspekilegu hugmyndir sem heiðnir og kristnir heimspekingar fyrri alda höfðu sett fram.

 

Allir velkomnir!

Eddukvöldin hefjast aftur miðvikudagskvöldið 14. janúar

Eftir Fréttir

Eddukvöldin eru að hefjast hjá okkur aftur og verða hálfsmánaðarlega, annað og fjórða miðvikudagskvöld hvers mánaðar kl. 20:00 (nema annað sé auglýst).

Markmið kvöldanna er að lesa Eddukvæðin saman í hóp undir handleiðslu sérfræðings. Það er því nauðsynlegt að mæta með lesefni, en við mælum með útgáfu íslenskra fornrita af Eddukvæðunum sem er t.d. hægt að versla hér: https://www.boksala.is/product/eddukvaedi-i-ii-islensk-fornrit/

Við ætlum sem sagt að lesa saman kvæðin, velta fyrir okkur merkingu þeirra, hvað þau geti sagt okkur um t.d. norræna trú og öðlast þannig dýpri þekkingu á kvæðunum.

Völvuhelgi 23. og 25. janúar.

Eftir Fréttir

Gudrun Victoria Gotved kemur til okkar í hofið í Öskjuhlíð á Völvuhelgi 23. og 25. janúar næstkomandi. Á föstudeginum 23. janúar mun Gudrun endurtaka námskeið frá í fyrra um rúnir og rúnagerð. Námskeiðið hefst kl. 19:00. og kostar 3.000 kr.

Skráning fer fram með að senda töluvpóst á skrifstofa@asatru.is og er öllum opið. Skrifstofan mun svara póstum með reikningsupplýsingum til að greiða fyrir skráningu. (Skrifstofan er lokuð til 5. jan og verður póstum þá svarað í þeirri röð sem þeir hafa borist).

Námskeiðið fer fram á ensku.

 

Sunnudaginn 25. janúar mun Gudrun mæta aftur í hofið og halda tvo fyrirlestra. Fyrra erindið hefst kl. 14:00 og fjallar um hulduverur utan Íslands og samband Gudrunar við þær. Gudrun mun einnig koma inn á samband sitt við íslenskar hulduverur.

Síðar sama dag verður Gudrun með annað erindi sem hefst kl. 17:00 um verkfæri Völvunnar. Völva er svokölluð vitur kona. Hún veitir leiðsögn, hún læknar og er sjáandi. Sumir kalla okkur hinar norrænu seiðkonur (norse shaman)”.

Ókeypis aðgangur er á báða fyrirlestra og öllum opnir. Best er að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.

Meira um Gudrunu hér: https://volvekraft.dk/

Introduction to the magical world of runes.

Would you like to get an introduction to the messages of the runes? Then this workshop is just for you.
The Völva from Ribe, also known as Gudrun Victoria Gotved, will guide you through the entire Elder Futhark, presenting each individual rune and explaining how she interprets them. Along the way, you will have the opportunity to create your own set of runes; please bring 24 stones or wooden tiles that are as similar as possible. Wooden tiles can also be purchased. If you already have a set of runes that you use, please bring it along.
In this workshop, you will not become a „certified rune reader“ nor will you receive any certificate. Becoming a rune reader takes time and requires only the runes and your own hard work. However, you will receive an introduction, an overview of the subject, and you will learn how Gudrun works with the runes.
Duration: Approximately 3 hours.

The hidden people seen from outside Icleand.

Lecture on the 25th of January in the Ásatrú temple. The house opens at 14:00 and the entry is free.

The hidden people are normally very connected to iceland, but they live all over the world. In this lecture Gudrun talks about her relationsihp with “The Little Ones” as she sometimes calls these beings from other dimensions, with whom she often communucates, and has also been allowed to see once. She also shows examples of gifts and signs from them. Several examples of encounters with these are given, both her own and those of others.

The völva and her tools.

Lecture on the 25th of January in the Ásatrú temple.  The house opens at 14:00 and the entry is free.

A Völva is a kind of “Wise Woman”. She is a coach, a healer, and a seer. Some call us, “The norse Shaman”. In this lecture Gudrun will go deepers into the tools she uses as a Völva. Both the herbs, the songs, the runes and the seiðr. She will show example of the songs she uses, and also there will be a possibility to draw a rune and get a good advice from it.

About Gudrun Victoria Gotved.

Born in 1964, she has been a follower of Ásatrú and spiritually inclined since childhood. Co-founder of „Forn Siðr, Asa and Vanetrú Community in Denmark“ and co-founder of the religious community „Nordisk Skik“. She has served as a ritual officiant for over 25 years, being called a völva for over 20 years. She has been employed as a völva at the Ribe Viking Center for over 15 years and has worked with the wisdom of the runes for just as long. Well-versed in various Norse source texts, knowledgeable in herbalism, a healer, lecturer, author, and debater.

Miðasala fyrir jólablótsveislu í fullum gangi!

Eftir Fréttir

Miðasalan fyrir jólablótsveisluna í Reykjavík er enn í fullum gangi, en síðasti séns til að ná sér í miða verður núna föstudaginn 19. desember kl. 16:00!

Það er hægt að tryggja sér miða með að senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is eða hringja í síma 861-8633. Félagsverð er 7.000 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir börn (12 ára og yngri). Miðinn kostar 9.500 kr. utan félags.

Takmarkaður fjöldi miða í boði.

Jólablót Stykkishólmi 21. desember.

Eftir Fréttir
Á vetrarsólstöðum sunnudaginn 21. desember mun Þórsnessgoði helga jólablót uppi í Nýrækt.
Athöfnin hefst kl 15:00.
Öllum er velkomið að mæta og er öllum opið.
Fögnum hækkandi sól og lyftum horni til árs og friðar.
Að blóti loknu verður boðið uppá kakó og jólabakkelsi.