Nú er framkvæmdum lokið í bili og verður því opið hús á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Allir velkomnir í heimsókn og nóg kaffi á könnunni!
Við minnum á Sólstöðublótið að Múla í Álftafirði í Múlaþingi sunnudaginn 18. júní næstkomandi. Blótið hefst kl 14:00 og eru allir velkomnir.
Það verður ekki Eddukvöld í kvöld vegna frágangs eftir framkvæmdir.
Bjóðum alla velkomna í heimsókn í opið hús á morgun milli 14-16 í hofinu okkar að Menntasveigi 15. Kaffi á könnunni!
Við minnum á opið hús á morgun laugardaginn 27. maí frá kl 14:00 – 16:00. Allir velkomnir og kaffi á könnunni!
Við minnum á Gróðurblótið að Mógilsá, núna laugardaginn 27. maí kl 14:00.
Alda Vala Ásdísardóttir helgar blótið og í kjölfarið verður grillað og spjallað saman fram eftir degi í fallegu umhverfi.
Grillaðar pylsur og gos að vanda ásamt kaffi.
Munið að klæða ykkur eftir veðri þótt alltaf sé skjól í skóginum.
Öll velkomin!
Alda Vala Ásdísardóttir helgar blótið og í kjölfarið verður grillað og spjallað saman fram eftir degi í fallegu umhverfi.
Grillaðar pylsur og gos að vanda ásamt kaffi.
Munið að klæða ykkur eftir veðri þótt alltaf sé skjól í skóginum.
Öll velkomin!

Staðsetning: Mógilsá er við Þjóðveg 1, innst í Kollafirði. Beygt er af Þjóðveginum við Esjustofu og strax til hægri. Eftir spölkorn á afleggjaranum meðfram tjörninni er heimreiðin að Mógilsá á vinstri hönd.
Við bjóðum alla velkomna á Eddukvöld í kvöld 24. maí þar sem grúskað verður í Eddukvæðum. Kaffi á könnunni!
Því miður verður ekkert Eddukvöld í kvöld vegna veikinda.